Gullbrá
Hráefni
1 glas á fæti
3 cl The Botanist Gin
2 cl sítrónusafi
2 cl kryddað perusykursýróp
5 cl mangódjús, má líka nota perudjús fyrir bragðmildari útgáfu
Sítrónubörkur, til skrauts
Aðferð
Fyllið kokteilhristara af klökum og hellið öllu hráefninu út í og hristið vel í a.m.k. 10 sekúndur eða þar til hristarinn er orðinn vel hrímaður. Skreytið glasið með ræmu af sítrónuberki og tímían, notið litla klemmu, þær fast oftast í Tiger eða Sostrene Grene. Hellið innihaldinu öllu í glasið í gegnum sigti og berið fram.
Kryddað Perusykursýróp
Hráefni
250 ml vatn
210 gr sykur
1 mjög þroskuð pera, skorin smátt
2 anísstjörnur
4 kartimommur
Aðferð
Setjið allt hráefnið í pott og látið sjóða varlega í u.þ.b. 10-15 mín., passið að sírópið má alls ekki vreða dökkt, veiðið kardimommurnar og anísstjörnurnar upp úr. Takið töfrasprota og maukið allt vel saman, kælið alveg. Þetta síróp geymist vel í kæli í 2-3 vikur og er tilvalið í alls konar kokteila.