Fullhlaðið kjúklinga nachos
Hráefni
Kjúklingalæri, 350 g
Taco krydd, 2 msk
Nachos flögur, 1 poki / Ég notaði Mission flögur
Maísbaunir, 80 g
Svartbaunir, 80 g
Salsa sósa, 1 krukka / Ég notaði Mission salsa sósu
Ostasósa, 1 krukka
Pikklað jalapeno, eftir smekk
Kóríander, eftir smekk
Rifinn ostur, 200 g
Lárpera, 1 stk
Radísur, 2 stk
Límóna, 1 stk
Aðferð
Forhitið ofn í 180°C með blæstri.
Veltið kjúklingalærum upp úr olíu og uppáhalds taco kryddinu ykkar. Raðið á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 30-35 mín. Skerið í bita.
Breytið hitanum á ofninum í 180°C yfir og undir hita.
Raðið til skiptis nachos, salsasósu, ostasósu, kjúkling, baunum og rifnum osti í rúmgott eldfast mót. Toppið með meiri rifnum osti, kjúkling og jalapeno.
Bakið í miðjum ofni í um 30 mín eða þar til osturinn er bráðinn og gylltur að lit.
Skerið lárperu í bita, sneiðið radísur og saxið kóríander. Kreistið límónusafa eftir smekk saman við sýrðan rjóma og hrærið vel saman.
Toppið nachos‘ið með sýrðum límónu rjóma, lárperu, radísum og kóríander eftir smekk.