Ómótstæðilegt og einfalt kjúklinga, beikon og pestó pasta

Fyrir 2 (en má auðveldlega skala upp)

Hráefni

Kjúklingalæri (skinn & beinlaus), 400 g

Töfrakrydd (Pottagaldrar), 1 tsk

Beikonsneiðar, 5 stk

Linguine eða tagliatelle, 180 g

Filippo Berrio Rautt pestó, 50 g

Rjómi, 180 ml

Philadelphia rjómaostur, 30 g

Herbs de provence (Pottagaldrar), 0,5 msk

Oscar Kjúklingakraftur duft, 0,5 msk

Hvítlaukur, 2 rif

Svartar ólífur, 20 g / Ég notaði frá Muna

Parmesan ostur, 30 g

Basilíka fersk, góð handfylli

Klettasalat, 30 g

Sólþurrkaðir tómatar, 20 g

Fetaostur í kryddolíu, 40 g

Rauðlaukur, ¼ stk lítill

 

Aðferð

Forhitið ofn í 180°C með blæstri.

Dreifið beikonsneiðum yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 12-15 mín í miðjum ofni. Fylgist vel með eftir 12 mín því þá geta hlutirnir farið að gerast hratt. Takið beikonið til hliðar og skerið í bita.

Setjið kjúklingalæri í skál með olíu og töfrakryddi. Blandið vel saman og látið marinerast í 10-15 mín á meðan beikonið er í ofninum.

Raðið kjúklingalærunum í eldfast mót og bakið í miðjum ofni í 20 mín. Gerið sósuna tilbúna í millitíðinni og setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af salti og náið upp suðu fyrir pasta.

Hrærið saman rautt pestó, rjómaost, rjóma, Herbs de provence og kjúklingakraft. Pressið hvítlauk saman við og smakkið sósuna til með salti. 

Hellið sósunni yfir og meðfram kjúklingalærunum þegar 20 mín er liðnar af eldunartíma kjúklingsins. Dreifið ólífunum yfir réttinn og bakið áfram í aðrar 15 mín (35 mín samtals).

Tímasetjið suðuna á pastanu svo það sé tilbúið 5 mín eftir að kjúklingurinn kemur úr ofninum. Takið frá smá af pastavatni áður en því er hellt frá til þess að þynna sósuna ef þess þarf.

Rífið kjúklinginn niður í sósunni í litla bita með tveimur göfflum. Saxið basilíku. Blandið pasta saman við kjúklinginn og sósuna í fatinu ásamt  beikoninu, ferskri basilíku og helling af rifnum parmesan osti.

Sneiðið rauðlauk þunnt og grófsaxið sólþurrkaða tómata ef þarf. Blandið saman klettasalati, sólþurrkuðum tómötum, rauðlauk og fetaostinum ásamt svolitlu af olíunni frá ostinu.

Vínó mælir með: Louis Jadot Chablis með þessum rétti.

Uppskrift: Matur & Myndir