Mexíkóskur kjúklingaréttur með bræddum osti og krydduðum hrísgrjónum

Hráefni

Kjúklingalæri, skinn og beinlaus, 400 g

Taco krydd, 1,5 msk

Basmati hrísgrjón, 120 ml

Mexico fiesta, 1 tsk / Pottagaldrar

Philadelphia Rjómaostur, 30 g

Salsa sósa, 0,5 dl

Rjómi, 80 ml

Tómatpúrra, 1 msk

Chipotle mauk, 1 tsk / Má sleppa

Hvítlauksduft, 1 tsk

Oregano, 0,5 tsk

Cumin, 0,5 tsk

Svartbaunir, 30 g

Maísbaunir, 30 g

Rifinn ostur blanda, 75 g / Ég notaði blöndu af cheddar og mozzarella

Kóríander, 5 g

Lárpera, 1 stk

Salatblanda, eftir smekk

Nachos, eftir smekk

Aðferð

Setjið kjúklingalæri í skál með smá olíu og taco kryddi. Blandið vel saman og látið marinerast í amk 30 mín eða yfir nótt.

Forhitið ofn í 180° með blæstri

Setjið 180 ml af vatni í lítinn pott ásam Mexico fiesta kryddblöndu og svolitlu salti og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í pottinn og lækkið svo hitann svo það rétt kraumi í pottinum. Látið malla undir loki í 13 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki í nokkrar mín.

Setjið kjúklingalærin í lítið eldfast mót og bakið í miðjum ofni í 15 mín.

Hrærið saman rjómaost, rjóma, salsa sósu, tómatpúrru, hvítlauksduft, oregano, cumin og chipotle mauk. Smakkið til með salti.

Hellið sósunni yfir og meðfram kjúklingalærunum þegar þau eru búin að bakast í 15 mín. Stráið svartbaunum og maísbaunum yfir og toppið með osti. Setjið kjúkinginnn aftur inn í ofn og bakið í 15 mín til viðbótar.

Sneiðið lárperu og rífið salatblöndu. Saxið kóríander og stráið yfir réttinn eftir smekk. Berið fram með nachos til hliðar.

Vínó mælir með: Vicar’s Choice Sauvignon Blanc með þessum rétti.

Uppskrift: Matur & Myndir