Steikt kjúklingalæri með koníakssósu og hvítlauks-parmesan kartöfumús
Hráefni
Kjúklingalæri (skinn og beinlaus), 500 g
Jurtakrydd (kalkúnakrydd), 1 msk
Bökunarkartafla, 1 stk
Hvítlaukur, 3 rif
Parmesan, 15 g
Gulrætur, 200 g
Rjómi, 180 ml
Koníak, 45 ml
Skalottlaukur, 1 stk
Dijon sinnep, 1 tsk
Kjúklingakraftur, 1 tsk / Oscar
Kjötkraftur, 1 tsk / Oscar
Sósujafnari, eftir þörfum
Mjólk, eftir þörfum
Smjör, eftir þörfum
Aðferð
Setjið kjúklingalæri í skál með svolítilli olíu, jurtablöndu og 1,5 tsk flögusalti. Blandið vel saman og látið marinerast í amk 30 mín.
Forhitið ofn í 180°C með blæstri. Pakkið hvítlauk þétt inn í álpappír með smá ólífuolíu og salti. Skerið gulrætur í bita og veltið upp úr olíu og salti. Saxið skalottlauk (notast í skrefi 6).
Setjið gulrætur og innpakaða hvítlaukinn í eldfast mót og bakið í miðjum ofni í 30 mín. Hrærið í þegar tíminn er hálfnaður.
Skrælið bökunarkartöflu og skerið í bita. Setjið í pott með rausnarlegu magni af salti og hyljið með vatni. Náið upp suðu og látið sjóða í um 15 mín eða þar til bitanir eru mjúkar í gegn. Hellið vatninu frá og látið gufa á meðan unnið er í öðru.
Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingalærinn þar til þau eru fallega brúnuð. Sirka 3 mín á hvorri hlið. Setjið svo lok á pönnuna eldið kjúklingalærin áfram þar til þau eru fullelduð. Takið af pönnunni og geymið á disk til hliðar.
Bætið ögn af olíu út á pönnuna og stillið á miðlungshita. Bætið söxuðum skalottlauk út á pönnuna ásamt smá salti. Steikið laukinn þar til hann er farinn að mýkjast og bætið þá koníaki út á pönnuna og hækkið hitann. Látið vínið sjóða niður um a.m.k. helming og bætið þá rjóma, og 80 ml af vatni út á pönnuna. Bætið kjúklingaærum aftur út á pönnuna og látið malla þar til sósan þykkist. Notið sósujafnara ef þarf og smakkið til með salti og pipar.
Stillið á miðlungshita undir pottinum með kartöflunum. Bætið bakaða hvítlauknum út í pottinn með kartöflubitunum og stappið með kartöflustappara. Bætið við smjöri og mjólk eftir smekk þar til mjúk kartöflumús hefur myndast. Rífið parmesan ostinn saman við og smakkið til með salti.
Berið fram með fersku salati.