Kjúklingalæri með sítrónu og kramdar kartöflur
Hráefni
Kjúklingur
Úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
2 msk ólífuolía
Safi úr ½ sítrónu
3-4 hvítlauksrif, pressuð
1 msk ferskt oregano, smátt saxað
2 msk fersk steinselja, smátt söxuð
2 msk fersk basilika, smátt söxuð
Salt og pipar
1 chili, skorið í sneiðar
Sítrónusneiðar eftir smekk
Kartöflur
12-14 litlar kartöflur
2-3 msk smjör
2-3 msk ólífuolía
Krydd: Salt, pipar, laukduft og hvítlauksduft
1 dl rifinn Parmigiano reggiano
Fersk steinselja
Köld parmesan sósa
2 dl sýrður rjómi
2 msk Heinz majónes
Safi úr ½ sítrónu
Krydd: Salt, pipar, laukduft og hvítlauksduft
1 dl rifinn Parmigiano reggiano
Aðferð
1. Setjið kjúklinginn í eldfast mót og blandið saman við ólífuolíu, sítrónusafa, pressuð hvítlauksrif, oregano, steinselju, basiliku, salt og pipar.
Dreifið chili sneiðum yfir og bakið í ofni við 190°C í 25 mínútur.
Takið kjúklinginn úr ofninum og drefið sítrónusneiðum yfir. Haldið áfram að baka kjúklinginn í ofninum í 10-15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fullbakaður.
Kartöflur
Sjóðið kartöflur í 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar.
Dreifið þeim á bökunarplötu þakta bökunapappír og hafið smá bil á milli þeirra.
Kremjið þær létt með kartöflustappara, morteli eða gaffli.
Penslið þær með ólífuolíu, smjöri og kryddið með salti, pipar, laukdufti og hvítlauksdufti
Bakið í ofni í 10-13 mínútur og dreifið rifnum parmesan osti og ferskri steinselju yfir.
Sósa
Blandið öllum hráefnunum vel saman með skeið.