Snitzel
Hráefni
Um 1 kg svínalund
150-200 g smjör
80 g hveiti
3 pískuð egg
220 g brauðraspur
Ólífuolía
Steikarkrydd, salt, pipar
Aðferð
Sinuhreinsið lundina og skerið í um 3 cm þykkar sneiðar.
Leggið sárið upp og lemjið niður með buffhamri beggja megin.
Sé um kvöldmáltíð að ræða má hafa sneiðarnar aðeins þykkari og þá verður hver sneið stærri en sé um snarl á smáréttahlaðborð að ræða má hafa þær þynnri/skera hverja útflatta sneið í tvennt.
Steikið upp úr vel af smjöri og olíu í bland á fremur heitri pönnu þar til brauðraspurinn gyllist vel beggja megin, safnið saman í ofnskúffu og setjið smá meira smjör yfir hverja sneið áður en þær fara í ofninn.
Hitið ofninn í 190°C og setjið kjötið inn í um 8 mínútur í lokin með kartöflunum.
Bakaðir kartöflubátar
Hráefni
Um 700 g kartöflur
Ólífuolía
Salt, pipar, hvítlauksduft
Aðferð
Hitið ofninn í 190°C.
Skerið kartöflurnar í báta, veltið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
Raðið á bökunarplötu og bakið í 30-40 mínútur eftir stærð bátanna.
Annað meðlæti
Köld Bernaise sósa
Sítrónusneiðar
Kapers (má sleppa)