Gnocchi bolognese með beikoni og parmesanosti
Fyrir 4
Hráefni
Blandað hakk, 500 g
Beikon, 5 sneiðar
Gnocchi, 500 g / De Cecco, fæst í t.d. Fjarðarkaup
Gulrót, 80 g
Laukur, 60 g
Sellerí, 70 g
Hvítlaukur, 2 rif
Tómatpúrra, 2 msk
Hvítvín, 60 ml
Kjötkraftur, 0,5 msk / Oscar
Kjúklingakraftur, 0,5 msk / Oscar
Niðursoðnir tómatar, 400 g
Parmesanostur, 50 g
Roasted pepper pesto, 80 g / Filippo Berio
Rjómi, 0,5 dl
Steinselja fersk, 8 g
Basilíka fersk, 8 g
Aðferð
Skerið beikon í bita og steikið á pönnu þar til það er fulleldað. Takið til hliðar.
Skerið gulrætur, sellerí og lauk í litla bita. Steikið gulrætur, sellerí og lauk með smá salti þar til grænmetið er farið að mýkjast. Pressið hvítlauk út á pönnnuna og steikið þar til hvítlaukurinn byrjar að ilma.
Bætið kjötinu út á pönnuna og steikið þar til það er fulleldað. Bragðbætið með kjöt og kjúklingakrafti.
Bætið tómatpúrru út á pönnuna og steikið í stutta stund. Bætið hvítvíni út á pönuna og látið sjóða niður í stutta stund.
Bætið niðursoðnum tómötum, beikoni og pestó út á pönnuna og blandið vel saman. Rífið helminginn af parmesanostinum saman við og látið malla rólega undir loki í 15 mín.
Takið lokið af pönnunni og látið kjötsósuna sjóða niður í 15 mín. Bætið svo út í og látið malla rólega á meðan gnocchi er soðið
Setjið vatn í pott ásamt ríflegu magni af vatni og náið upp suðu. Bætið gnocchi út í pottinn og sjóðið í um 2 mín. Þegar gnocchi bitarnir rísa upp á yfirborðið og fljóta þar eru þeir tilbúnir.
Bætið gnocchi út í kjötsósuna og blandið vel saman. Saxið steinselju og basilíku og blandið saman við réttinn. Smakkið til með salti og pipar og rífið parmesan yfir.
Berið fram með góðu brauði.