Vanillubollakökur með Passoa smjörkremi

Vanillubollakökur

Hráefni

125 g smjör

200 g sykur

2 egg

1 eggjahvíta

2 tsk vanilludropar

200 g hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

180 ml ab-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum

Aðferð

Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.

Þeytið smjörið og sykur þar til létt og ljóst.

Bætið eggjunum út í, eitt í einu og þeytið á milli.

Bætið eggjahvítunni út í og þeytið.

Bætið vanilludropunum saman við og þeytið.

Blandið saman hveitinu, matarsóda, lyftidufti og salti. Bætið út í deigið og blandið saman létt.

Blandið gríska jógúrtinu saman við.

Setjið pappísbollakökuform í bollakökuforms álbakkann og fyllið formið upp 2/3, bakið í 15-20 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.

Kælið kökurnar.

Smjörkrem

Hráefni

300 g smjör við stofuhita

600 g flórsykur

2 dl Passoa líkjör

½ dl rjómi

Aðferð

Hrærið smjör og flórsykur afskaplega vel saman þangað til blandan er orðin mjög létt og ljós, nánast alveg hvít.

Bætið Passoa líkjör út í ásamt rjómanum og þeytið áfram vel og lengi þar til blandan er aftur orðin mjög létt og ljós.

Setjið stóran hringlaga stút ofan í sprautupoka og fyllið pokann af kremi, sprautið á kökurnar þegar þær hafa náð stofuhita og skreytið með ferskum ástríðuávexti og mintu.

Uppskrift: Linda Ben