Adobe Reserve Chardonnay 2015
Vinotek segir:
Chilenska vínhúsið Bodegas Emiliana, er einn stærsti framleiðandi lífrænt tæktaðra vína í heiminum, þar á meðal Adobe-línunnar, en alls ræktar vínhúsið vínvið lífrænt á tæplega þúsund hektörum. Hér er það nýjasti árgangurinn af hvítvíninu úr Chardonnay-þrúgum sem ræktaðar eru í héraðinu Casablanca.
Þetta er fínlegur en líka sprækur nýjaheims-Chardonnay, sætur sítrus, limebörkur, ferskjur, ananas og þroskaður mangó, vanillusykur. Góð sýra í munni, vínið er ungt og þægilegt. Frábær kaup.