Adobe Pinot Noir Reserva 2014

3,5star

 

ADOBE PN 2014 SC - OW (2)

Vinotek segir:

Emiliana í Chile er umsvifamesta vínhús veraldar þegar kemur að lífrænt ræktuðum vínum og þrúgurnar í þetta Pinot Nor-vín eru ræktaðar í Colchagua-dalnum, einu besta ræktunarsvæði landsins. Þetta er ávaxtaríkur og aðgengilegur Pinot, rauð ber og skógarber í nefi, blóm og vottur af kryddum, kanilstöng, í munni er áferðin mjúk, ávöxturinn sætur og þægilegur, ágæt sýra. 1.999 krónur. Mjög góð kaup. Sumarlegt vín. Reynið með grilluðum kjúkling eða jafnvel örlítið kælt með grilluðum lax eða bleikju.

 

Share Post