Adobe Pinot Noir Reserva 2014
Vinotek segir:
Emiliana í Chile er umsvifamesta vínhús veraldar þegar kemur að lífrænt ræktuðum vínum og þrúgurnar í þetta Pinot Nor-vín eru ræktaðar í Colchagua-dalnum, einu besta ræktunarsvæði landsins. Þetta er ávaxtaríkur og aðgengilegur Pinot, rauð ber og skógarber í nefi, blóm og vottur af kryddum, kanilstöng, í munni er áferðin mjúk, ávöxturinn sætur og þægilegur, ágæt sýra. 1.999 krónur. Mjög góð kaup. Sumarlegt vín. Reynið með grilluðum kjúkling eða jafnvel örlítið kælt með grilluðum lax eða bleikju.