Chateau Fuisse Les Combettes 2013
Passar vel með: Humar, skelfiskur og ostum.
Lýsing: Sítrónugult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, ferskja, apríkósa, eik.
Vinotek segir;
Chateau Fuissé er stærsta og þekktasta vínhús svæðisins Pouilly-Fuissé sem er syðst í Búrgund í Mið-Frakklandi. Þarna hefur Vincent-fjölskyldurnar ræktað Chardonnay-þrúgur á ekrum sínum um margra kynslóða skeið en nánar má lesa um þetta merka vínhús með því að smella hér. Les Combettes er ein af ekrunum þremur fyrir utan Chateau Fuissé, ekra sem snýr í norðaustur og sú sem gefur af sér fínlegustu og minnst eikuðu vínin. Vínið hefur fallega gullin lit, flókin og margslungin angan, þurrkaður sítrus, villt hunang, nokkuð áberandi túrmerik og vanilla og smjör. Það hefur feita áferð, vínið er langt, djúpt og þétt, töluvert míneralískt í munni. Mikið og glæsilegt vín. 5.899 krónur. Tignarlegt og flott vín. Til dæmis þegar humarinn þarf vín við hæfi.