Skál fyrir brúðhjónunum!

Brúðkaupsdagurinn er í hugum flestra einn stærsti hátíðisdagurinn sem við upplifum um ævina. „Et, drekk, og ver glaður!“ er máltæki sem á mjög vel við og rétt eins og venja er þegar tilefni er til; við lyftum glasi brúðhjónunum til heiðurs og drekkum þeim heillaskál. Hlýhugur, gleði og góður drykkur allt í einni upplifun, og þar sem tugir glasa fara á loft saman – þar er gaman.

 

Hefðirnar byrja einhvers staðar

Brúðkaupsveislur lúta hefðum að mörgu leyti og það er út af fyrir sig skiljanlegt; dagurinn á auðvitað að vera fullkominn og þá hikar maður við að prófa eitthvað mjög ævintýralegt eða nýstárlegt. Engu að síður eru margar leiðir til að bjóða upp á drykkjarföng með frumlegum hætti sem gestirnir munu örugglega leggja á minnið og gætu vel orðið að brúðkaupshefð í tímans rás. Allar hefðir byrjuðu jú einhvers staðar á góðri hugmynd.
Passoa mynd 1

Frumlegt og einfalt

Sem dæmi um framsetningu sem vekur athygli er til dæmis að bjóða bjór eftir matinn á ís. Í stað þess að kæla bara og raða svo upp, fyllið kerald með ísmolum og raðið svo bjór í flöskum eða dósum í ísinn. Kostar ekki mikið,  lúkkar einstaklega vel og gefur á sinn hátt til kynna að formlegheitin í veislunni eru að baki og nú má losa bindishnútinn með einn kaldan í hönd.

mynd2bjorbarkokteilkrus    bjorbar

 

Önnur hugmynd að drykk að matnum loknum er að blanda bragðgóðan kokteil – eða bollu eins og kokteill í miklu magni er kallaður – og setja á stóra glerkrús með krana. Við getum kallað krúsina „bollubelju“ ef vill. Góð bolla fer vel í mannskapinn og ef það þarf að fylla á krúsina er það fljótgert og auðvelt. Auk þess er litrík bolla í stórri glerkrús stáss í veislusalnum og slík framsetning dregur að sér athygli, skapar umtal og kallar á hrós frá gestum.

Að endingu fylgir hér skotheld uppskrift af frískandi fordykk til að opna veisluna og bragðgóðri kokteilbollu fyrir gleðina eftir matinn.

 

Hvítvíns Sangría

 

hvitvinssangria

Hráefni:

4 hvítvíns flöskur

500 ml Cointreau

2 lítrar Sprite

2 sítrónur

4 lime

2 appelsína

2-3 askja fersk jarðaber

2 askja mynta

Klakar

Aðferð:

  1. Skerið sítrus ávextina niður í báta og skellið ofan í skálina.
  2. Skerið jarðaberin í tvennt og skellið ofan í skálina.
  3. Hellið hvítvíninu, Cointreau og Sprite út í skálina og smakkið til.
  4. Berið fram með fullt af klaka.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Passoa Brúðkaupsbolla

 

 

passoa

Hráefni: 

1 líter Passoa

1 líter Vodka

1 líter Appelsínusafi

1 líter Ananassafi

Klaki

2 sítrónur

Aðferð:

Blandið saman Passoa líkjör, vodka, appelsínusafa og ananassafa,
kælið með klaka og skreytið með sítrónu.
Einkar frískandi brúðkaupsbolla og falleg á litinn.

 

Share Post