Vín með villtum mat

Það er sá tími ársins sem skytturnar draga fram hólkana og reyna sitt ítrasta til að draga einhverja björg í bú. Íslendingar eru upp til hópa sólgnir í villibráð og er það lítt að undra; hér er nóg af villtri náttúru og veiðidýrin sem um ræðir bera með sér keim af ósnortnu landslagi, lyngi og öðru sem þau kunna að leggja sér til munns í heiðanna ró.

 

Hér er hreinleikinn og rekjanleiki fæðunnar með allra mesta móti, ekki fyrir aukaefnum eða einhvers konar mengun að fara og í ofanálag gefur villibráðin af sér einstaklega magurt og eftir því hollt kjöt. Íslensk villibráð þykir enda lostæti og því við hæfi að velja vel vínin með hinum villta veislumat; það er jú búið að hafa nóg fyrir því að eltast við matinn og ekki nema rétt og eðlilegt að gera úr sem veglegasta veisluna.

 

Rjúpa

Íslenska rjúpan er sú villibráð sem er í hvað mestum metum hjá landanum enda í huga margra gersamlega ómissandi sem jólamatur. Dálæti okkar Íslendinga á rjúpunni er heldur ekki út í bláinn því hún er bragðmesta villibráðin. Þar sem rjúpan er fágætt lostæti þá er við hæfi að vanda valið sérstaklega og fyrir þá sem vilja spila þetta öruggt þá má benda á rauðvín úr Shiraz-þrúgunni en hún er ein allra besta þrúgan til að hafa með villibráð.

coyam-2012-nueva-etiqueta-ing-ow-valle-espanol_multimedallab

Vínó mælir með: Emiliana Coyam frá Chile. Coyam hefur til að bera höfugan keim af sultuðum og krydduðum ávexti sem passar fullkomlega með rjúpunni. Sjá nánari fróðleik um vín-framleiðandann hér.


 

Hreindýr

Hreindýrakjöt er líka hálfgert sparikjöt enda veiðitímabilið takmarkað og fjöldi veiðidýra takmarkaður. Auk þess er kjötið vitaskuld óviðjafnanlegt góðgæti. Látið eftir ykkur vandað og gott rauðvín frá Rioja með hreindýrasteikinni.

 

cune-reserva-2011

 

Vínó mælir með: Cune Reserva sem er ávaxtarík og bragðmikið vín sem passar einstaklega vel með hreindýrasteikinni. Sjá nánari fróðleik um Rioja hér.


 

Önd

Villiöndin gefur af sér magurt kjöt, eins og almennt gerist með villibráðina, og því réttast að setja mörkin við miðlungstannín. Franskur Côtes du Rhône er oftar en ekki með réttu bragðnóturnar af dökkum berjum, krydd og smá pipar sem smellpassa með öndinni.


cote-du-rhone-2012

Vinó mælir með: Vidal Fleury Cotes du Rhone, frábært vín sem smellpassar með öndinni. Sjá nánari fróðleik um vín-framleiðandann hér.


 

Gæs

Villigæsabringur eru ekki alveg lausar við fitu og ráða því við að maður tefli svolitlum tannínum á móti fitunni, þó vissara sé að hafa á þeim bönd og velja vín með mjúkum tannínum.

lamothe-vincent-heritage-2014

Vínó mælir með: Chateau Lamothe Vincent Heritage, gráupplagt vín með villigæsinni. Mikill ávöxtur áberandi með piparnótum og skógarberjum í bland. Sérdeilis prýðileg samlegðaráhrif þarna á ferð og piparkeimurinn sem iðulega fer svo vel með villibráð er skammt undan.

Share Post