Melini Governo All’uso Toscano Chianti 2013

4star

melini-governo-alluso-toscano

Víngarðurinn Vín og Fleira  segir;

Það er alltaf gaman að fá gott Chianti-vín og sérstaklega þegar þau eru vel prísuð en þetta hér fær eiginlega hálfa stjörnu í viðbót fyrir frábært verð á svona góðu víni. Það hefur meðaldjúpan rúbínrauðan lit og meðalopna og dæmigerða angan af kirsuberjum, leðri, beiskum möndlum, lakkrís, sultuðum krækiberjum, þurrkuðum appelsínuberki, og jörð. Það er meðalbragðmikið og þurrt með góða sýru og ágæta fyllingu en tannínin eru ögn hrjúf sem dregur það pínulítið niður. Þarna eru kirsuber, krækiberjahlaup, lakkrís, kakó, þurrkaðar fíkjur og jörð. Dæmigert og fínt vín þótt það sé kannski ekki það flóknasta og þykkasta sem hægt er að finna, en þessvegna er kannski auðveldara að finna mat sem stendur með því. Allskonar ítalskur matur klikkar ekki td dökkt pasta, hægeldað svínakjöt og lamb. Verð kr. 2.299.- Frábær kaup.

Share Post