Schmetterling Riesling 2014
Víngarðurinn Vín og fleira segir;
Þessi fíni þýski Riesling er uppruninn á hinu skilgreinda vínræktarsvæði Nahe (sem liggur nokkurnveginn í suð-austur af Mosel-Saar-Ruwer) og fyrir fróðleiksfúsa þýskuunnendur þýðir Scmhetterling „fiðrildi“ sem sést glöggt á flöskunni sjálfri.
Það hefur ljósgylltan lit með grænum tónum og ferska og sæta blómaangan í bland við vínber, gúmmíbangsa, hvít blóm, strokleður og örlítil steinefni. Þetta er er hugljúf og sumarleg angan, rétt tæplega …meðalopin en nokkuð dæmigerð.
Í munni er það meðalbragðmikið, hálfþurrt og með fína sýru á móti hinum sæta ávexti en í heild samt fremur einfalt og þokkafullt. Þarna má finna sítrónu, gúmmibangsa, græn epli, mandarínu og vínber. Afar ljúft og upprunalegt Rielsing frá Þýskalandi. Hafið sem fordrykk eða með allskonar fiskmeti, forréttum og sushi.
Verð kr. 1.499.- Frábær kaup.