Alphart Neuburger Hausberg 2015
Vinotek segir;
Weingut Alphart hefur getið sér orð sem einhver athyglisverðasti hvítvínsframleiðandi Austurríkis en vínhúsið á um 25 hektara af ekrum í Thermenregion suður af Vín. Ekki síst vekja athygli vín Alphart-fjölskyldunnar, þeirra Florians, Karls og Elísabetar, úr sjaldgæfum þrúgum á borð við Neuburger og Rotgipfler. Neuburger 2015 er ferskt, létt og spriklandi með ferskum eplum og perum í nefi, appelsínubörkur, í munni lifandi og létt, þægilegt og glaðlegt vín. Frábært sem fordrykkur eða með t.d. sushi. 2.799 krónur. Frábær kaup.