Ofnæmi og vín
Nei, hér er ekki átt við timburmenn og þess háttar eftirköst í kjölfar kvölda þegar það varð aðeins of gaman, aðeins of lengi. Þvert á móti er mögulegt að þjást af ofnæmi fyrir víni og það er því mikilvægt að þekkja einkennin. Meðal þeirra helstu eru öndunarerfiðleikar, höfuðverkur og útbrot. Oftar en ekki eru sökudólgarnir súlfít eða histamín, og ef þú verður var/vör við einhver af framangreindum atriðum. Ef þú skiptir yfir í sterkan drykk eða bjór og verður ekki vör við neitt í það skiptið, þá gæti verið að ofnæmi sé til staðar og þá er vissara að skipta up drykk fyrir fullt og allt.