Santi Valpolicella Ripasso Solane 2012
Vinotek segir:
Santi-fjölskyldan hefur stundað víngerð í Veneto frá því á nítjándu öld og framleiðir klassísku Valpolicella-vínin og vín á borð við þetta Ripasso, en Ripasso eru vín þar sem að hratið sem verður eftir þegar búið er að sía vínið frá vín Amarone-víngerð er blandað saman við ungt Valpolicella-vín og gerjunin sett aftur af stað. Útkoman verður eins konar mini-útgáfa af Amarone. Þessi vín hafa verið mjög vinsæl hér sem og annars staðar á Norðurlöndunum á síðustu árum en allt of mörg þeirra vína sem okkir hefur verið boðið upp á hafa verið allt of sæt, væmin og slepjuleg. Þetta er hins vegar þurrt og glæsilegt Ripasso, dökkt, þurrkuð ber og ávextir, smá sveskjur og súkkulaði, bjart með ferskri sýru. Margslungið, ekki síst ef það fær tíma til að opna sig. Fínt matarvín með t.d. pastasósum með tómötum eða risotto. Jafnvel Osso Buco. 2.999 krónur. Mjög góð kaup. Sérpöntun.