STROH og stemning í vetur

Flestir tengja romm við suðrænar slóðir, svo sem Karabíska hafið, enda er romm unnið úr sykurreyr sem vex þar víðast hvar. Austurríki er því ekki endilega land sem maður tengir við rommframleiðslu en samt sem áður er það nú svo að frægasta brennda áfengi Austurríkis er einmitt romm. Það er svo sem ekki að undra að margir tengi hér á milli því STROH, rommið sem um ræðir, er alls ekkert venjulegt romm.

Háleynileg uppskrift

STROH á sér engu að síður talsvert langa sögu. Drykkur ber nafn stofnandans, Sebastian Stroh, sem stofnaði það í Klagenfurt í Austurríki árið 1832. Fyrsta meiriháttar vegtyllan féll fyrirtækinu í skaut á aldamótaárinu 1900 er rommið hlaut gullverðlaun á heimssýningunni í París. Enn þann dag í dag er upprunaleg uppskrift Sebastian Stroh í heiðri höfð og eins og gefur að skilja er hún háleynileg enda bragðið af STROH einstakt.


 

Þotuliðið

STROH óx að vinsældum jafnt og þétt fyrstu 140 árin en þá tók salan mikinn kipp, nánar tiltekið á árunum 1970 til 1971. Ástæðan fyrir þessu auknu vinsældum er almennt talin vera sú að um þetta leyti kvisaðist út að þotuliðið svokallaða (e. Jet Set) drykki kaffi og kakó blandað STROH þegar það væri að skemmta sér milli skíðaferða. Hugtakið „Þotuliðið“ var notað til að lýsa flugríku fólki sem fór mikinn einkum á árunum 1960-1975, flaug milli spennandi áfangastaða víða um heim og skemmti sér í lokuðum samkvæmum, fjarri sauðsvörtum almúganum. Á veturna hélt þessi félagsskapur gjarna til í St. Moritz, Cortina, Gstaad og fleiri evrópskum skíðaparadísum og þegar kom að því að fá sér „après-ski“ drykk, á úfinni gæru fyrir framan snarkandi arineld, varð heitur, STROH-blandaður drykkur fyrir valinu. Það sem ríka fólkið gerir á það til að verða að tísku, og STROH komst því heldur betur í tísku.

Hjartastyrkjandi

Allar götur síðan hefur STROH haldið sínum sessi sem fyrsti kostur þegar kemur að því að setja lögg af einhverju yljandi, bragðgóðu og hjartastyrkjandi út í kakóið eða kaffi, eftir skíðaferð, góða göngu eða bara hressandi útiveru í köldu veðri. STROH er hins vegar mun fjölhæfara en svo að það henti bara út í heita drykki, því það er spennandi valkostur til margvíslegrar kokteilagerðar, er ómissandi í margs konar bakstur og konfektgerð og er loks mikið notað af kokkum við flamberingar, en sökum hins háa áfengisinnihalds hentar STROH sérlega vel til þess arna.

 

Hér fyrir neðan eru tvær hugmyndir að því hvernig STROH getur gælt við bragðlaukana og jafnvel hlýjað manni um leið.

 

Njótið vel!


ApfelSTROHdel

Hráefni: (fyrir tvo drykki)

6 cl af STROH

4 cl eplasafi (eða eplacíder)

2 kanilstangir

2 tsk af púðursykri

 

Aðferð:

  1. Hitið eplasafann, kanilstangirnar og púðursykurinn á lágum hita í litlum potti.
  2. Hrærið uns sykurinn er uppleystur og gætið þess að láta alls ekki sjóða.
  3. Takið af hellunni og látið kólna um stund.
  4. Hrærið STROH samanvið, hellið í tvö glös og skreytið með þunnri eplasneið eða kanilstöng, ef vill.

 

Strohkakó

Hráefni: (fyrir tvo drykki)

100 ml af rjóma (þeyttur)

3 matskeiðar sykur

3 tsk vanillusykur

1 tsk Stroh 60 romm

4 matskeiðar kakó

400 ml af mjólk

40 g af súkkulaði (dökkt)

2 til 4 cl Stroh 60 romm

Aðferð:

  1. Þeytið rjóma með 1 msk sykri og 1 tsk vanillu sykri. Rétt áður en rjóminn er orðinn stíf þeyttur, bætið við 1 tsk af Stroh 60 rommi úti.
  2. Blandið kakó, mjólk og restinni af sykrinum og vanillusykrinum í pott og hrærið saman við vægan hita.
  3. Takið pottinn af hitanum og bætið 2-4 cl af Stroh 60 rommi úti pottinn og hrærið.
  4. Hellið kakó blöndinni í bolla eða glas og bætið svo rjómanum ofan á. Fallegt að skreyta með smá púðursykri.

 

Share Post