Spínat og ostafyllt cannelloni
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
1 pakki fersk lasagnablöð
1 poki rifinn ostur
Parmesan ostur
Fylling:
250 g spínat
Stórt box af kotasælu
1 dl rifinn parmesan
2 hvítlauksgeirar
salt og pipar
Tómatsósa:
2 dósir af niðursoðnum tómötum
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
handfylli af basiliku
salt og pipar
Laukurinn og hvítlaukurinn er skorið smátt og steikt á pönnu með olíu í nokkrar mín.
Bætið við tómötunum og saxið basilikuna út í og látið malla í nokkrar mínútur og saltið og piprið.
____________________
Byrjið á því að sjóða vatn í stórum potti.
Þegar það er byrjað að sjóða þá setjiði spínatið út í og sjóðið í 2 mínútur eða þar til það er orðið mjög lítið.
Sigtið það svo undir vaskinum og látið ískalt vatn renna vel yfir það allt svo það hætti að eldast og verði ekki að mauki.
Svo reynið þið að kreista allt vatn úr því annað hvort með höndunum eða setja það inni í viskustykki og vinda frá.
Næst saxið þið það smátt og setjið í stóra skál með kotasælunni, hvítlaukunum, parmesanostinum, salti og pipar og stappið vel saman með gafli.
Þá er fyllingin tilbúin.
Setjið pastasósuna í botninn á potti eða formi sem þið ætlið að nota en geymið smá eftir af henni.
Rúllið síðan upp eins og myndin sýnir hér og skerið í 3 bita og hellið smá pastasósu yfir pastað líka.
Bakið í ofni á 180° í 20 mínútur og svo takið út og setjið góðar 2 lúkur af rifnum mozzarella yfir og setjið aftur inní ofn í 10 mín.
Berið fram með parmesan osti.
Vinó mælir með Adobe Reserva Chardonnay með þessum rétt.