Klassísk Margaríta
Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir
Hráefni:
1/3 skotglas af sykursýrópi
1/3 skotglas af lime safa
1/3 skotglas af Cointreau
1 skotglas af góðu tequila
klaki
Lime til að skera í sneiðar
Salt fyrir rúnirnar á glasinu (maldon salt finnst mér best því það er gróft og ekki of saltað)
Aðferð:
Skerið lime í sneiðar, nuddið einni á brúnina á glasinu. Setjið smá salt í undirskál og dýfið glasinu í það.
Hristið svo öll hráefnin í kokteilhristara vel saman með klökum.
Hellið í glasið og berið fram með sneið af lime á brúninni.
Það getur verið að gott að kæla glasið með klökum á meðan drykkurinn er hristur.