Vidal-Fleury Côtes-du-Rhône 2013
Víngarðurinn Vín og Fleira segir;
Árgangurinn 2012 fékk einnig hjá mér fjórar stjörnur, á sínum tíma, og þetta vín er á svipuðum nótum, hugsanlega ögn þéttara. Þrúgurnar eru rétteinsog áður, Grenache, Syrah, Mourvédre og Carignan og það hefur ríflega meðaldjúpan rauðfjólubláan lit og ríflega meðalopna angan af rauðum berjum, dökkum sultuðum berjum (mest þó aðalbláberjasultu), heybagga, plómusultu, pipar og lakkrís. Það er ríflega meðalbragðmikið í munni, þurrt með góða sýru og meira áberandi tannín en árgangurinn 2012 bjó yfir. Það lifir vel og þarna má finna bróm- og krækiber, lakkrís, sprittlegin kirsuber, plómu, þurrkaða ávexti og krydd. Það er dálítið meira í ætt við Nýjaheims GSM-vínin og þó án sætunnar sem er oftastnær hvimleiður fylgifiskur þeirra vína. Hafið með allskonar bragðmeiri mat, pottréttum, pasta, steikum, grillmat og unnar kjötvörur eru ekki svo slæmar með vínum frá Rhône.
Verð kr. 2.499.- Mjög góð kaup.