Ciacci Piccolomini d’Aragona Rosso di Montalcino 2014
Víngarðurinn Vín Og Fleira segir;
Hér er nýtt vín í hillum vínbúðanna, Rosso di Montalcino frá víngerðinni Ciacci Piccolomini d’Aragona. Það hefur tæplega meðaldjúpan kirsuberjarauðan lit og rétt meðalopna angan af kirsu- og jarðarberjum, þurrkuðum ávöxtum, leðri, möndlumassa, bananakremi og kryddjurtum. Skemmtileg angan en í munni er það bara rétt tæplega meðalbragðmikið, þurrt og með góða sýru en fremur stuttan og einhliða bragðprófíl. Þarna eru aðallega rauðu berin, þurrkaðir ávexti og möndlumassi. Ég varð eiginlega fyrir svolitlum vonbrigðum með þennan Rosso frá Montalcino, sérstaklega í bragðinu jafnvel þótt ég skynji þar ákveðna fágun, en það hefur td ekki tærnar þar sem Il Poggione Rosso-inn hefur hælana. Best með frekar einföldum ítölskum mat. Verð kr. 3.899.-