Ripasso er vín frá Valpolicella-svæðinu sem framleitt er með sérstökum hætti. Hrati sem fellur til við gerð Amarone-vína (bæði hýði og steinum) er bætt út í og blandan látið liggja um tíma. Vínið er þannig gerjað á ný. Þessi framleiðsluaðferð gerir það að verkum að vínið verður bragðmeira og talsvert flóknara. Við þetta fá vínin bæði meiri fyllingu og hærri áfengisprósentu, auk þess sem tannín verða meira áberandi. Bragð vínsins er iðulega margslungið og liturinn fallega blæbrigðaríkur.