Cointreau Fizz – Fordrykkur í brúðkaupsveisluna
Brúðkaupsdagurinn er í hugum flestra einn stærsti hátíðisdagurinn sem við upplifum um ævina. “Et, drekk, og ver glaður!” er máltæki sem á mjög vel við og rétt eins og venja er þegar tilefni er til; við lyftum glasi brúðhjónunum til heiðurs og drekkum þeim heillaskál. Hlýhugur, gleði og góður drykkur allt í einni upplifun, og þar sem tugir glasa fara á loft saman – þar er gaman.
Brúðkaupsveislur lúta hefðum að mörgu leyti og það er út af fyrir sig skiljanlegt; dagurinn á auðvitað að vera fullkominn og þá hikar maður við að prófa eitthvað mjög ævintýralegt eða nýstárlegt. Engu að síður eru margar leiðir til að bjóða upp á drykkjarföng með frumlegum hætti sem gestirnir munu örugglega leggja á minnið og gætu vel orðið að brúðkaupshefð í tímans rás. Allar hefðir byrjuðu jú einhvers staðar á góðri hugmynd.
Cointreau Fizz
Cointreau Fizz er mjög einfaldur í gerð, það eina sem þarf er 5 cl af Cointreau, 20 cl lime safa ( ½ lime) og sódavatn og Voila! Fallegur, ferskur og frábær fordrykkur fyrir veisluna.
Notaðu sköpunargleðina og tvistaðu Cointreau Fizz drykkinn þinn upp með ferskum ávöxtum. Einnig er hægt að nota jurtir eða krydd, t.d. myntu, basil, rósmarín, chilli eða engifer. Um að gera að nota hugmyndaflugið og búa til sína eigin útgáfu af Cointreau Fizz sem passar fullkomnlega inn í þema brúðkaupsins. Einnig skemmtileg hugmynd að leyfa gestum brúðkaupsins að útbúa sinn eiginn fordrykk á meðan þeir bíða t.d. eftir brúðhjónunum úr myndatöku.