Hugmyndir fyrir brúðkaupsveisluna
Brúðkaupsdagurinn er einn mikilvægasti dagur í lífi fólks og má ekkert út af bregða á stóra deginum. Því er gott að vera vel undirbúin og með allt á hreinu fyrir stóra daginn. Þar má ekki gleyma fordrykknum sem á að bjóða upp á í veislunni, víninu sem á að fara með matnum og svo drykkjarvalinu eftir matinn – fyrir partýið þegar öllum formlegheitum lýkur og fólk slettir úr klaufunum í lok dagsins.
Öðruvísi fordrykkur
Cointreau Fizz er dæmi um kokteil sem passar einstaklega vel í brúðkaupsveislur, hann er mjög einfaldur í gerð, fallega hvítur á litinn og einstaklega sumarlegur og ferskur.
Einnig er gaman að stilla upp DIY- Cointreau Fizz bar, þar sem gestirnir útbúa sinn eigin fordrykk á meðan beðið er eftir brúðhjónunum í myndatökunni.
Cointreau Fizz
5 cl Cointreau
½ limesafi
Sódavatn
Klakar
Skreytið með ferskum ávöxtum, myntu, chilli, kryddjurtum og bara öllu sem ykkur dettur í hug.
Freyðivín
Fordrykkur er í boði í flestum veislum og velja margir freyðivín fram yfir kampavín þar sem verðmunur er mikill. Við tókum saman nokkrar freyðivínstegundir sem óhætt er að mæla með fyrir þína veislu. Þær má finna hér.
DIY- Freyðivínsturn
Fyrir þau sem vilja gera eitthvað skemmtilegt með uppsetningu glasanna er hægt að búa til sinn eigin kampavínsturn, þar sem kampavínið flæðir niður eftir glasaturni. Uppsetningin er ekki svo flókin en hér eru leiðbeiningar um það hvernig skuli fara að því að mynda turninn án þess að allt hellist útum allt!
Vínin fyrir veisluna
Vínið sem á að fara með matnum skal velja vel en aðalatriðið er þó að brúðhjónin velji vín sem þeim líkar sjálfum mjög vel við. Þess vegna er um að gera að lesa sig til um víntegundir og jafnvel fá aðstoð frá til dæmis starfsmönnum í Vínbúðum, kaupa eina flösku af víninu áður en veislan fer fram og smakka. Hér má finna nokkrar víntegundir sem Vínó hefur tekið saman sem væru kjörnar í brúðkaupsveisluna með matnum.
Brúðkaupsveislubolla
Síðast en ekki síst er það brúðkaupsbollan. Góð bolla fer vel í mannskapinn og ef það þarf að fylla á er það fljótgert og auðvelt. Auk þess er litrík bolla í stórri glerkrús stáss í veislusalnum og slík framsetning dregur að sér athygli, skapar umtal og kallar á hrós frá gestum. Hér má finna uppskriftir af bragðgóðum bollum sem passa vel við tilefnið.