Cune Gran Reserva 2008

 5star

cune Gran ReservaVinotek segir;

Gran Reserva er toppurinn á stiganum í gæðakerfi Rioja og þó svo að tæknilega segi Gran Reserva fyrst og fremst til um hversu lengi að lágmarki vínið hefur verið látið liggja á tunnum og flösku áður en það er sett á markað þá liggur það í hlutarins eðli að það eru besti vínin sem fá það hlutskipti að verða Gran Reserva þegar að þau eru orðin stór. Það spillir líka ekki fyrir að Spánverjarnir taka ómakið af okkur við að geyma vínin og hér eins og í þessu tilviki eigum við kost á að fá fullþroskað, nær tíu ára vín í toppklassa fyrir tiltölulega lítinn pening.Liturinn farinn að þróast úr svarrauðu yfir ljósari rauðan lit með smá brúnleitum tónum en þó enn þétt á lit, ávextir enn til staðar í nefi, svört ber en tóbakslauf, vindlakassi og krydd farin að taka yfir ilmkörfuna, vínið er langt og þétt í munni, kröftugt  með mjúkum tannínum og á greinilega enn mörg góð ár eftir. 3.499 krónur, frábær kaup á þessu verði og einkunn tekur mið af því. Frábært vín með grilluðu nauti og lambi.

Share Post