Lífrænt og ljúft rósavín frá Chile

Bodegas Emiliana er rúmlega 30 ára víngerð og fyrst sinnar tegundar í Chile, en framleiðslan er 100% lífræn og fékk slíka vottun árið 2001.
Í dag er Emiliana ekki bara fullvottað sem lífrænn ræktandi heldur lífeldur (biodynamic) ræktandi og er stærstur sinna tegundar í Chile og víðar.  Fyrir Emiliana eru lífræn ræktun ástríða og menn trúa því að með þessum aðferðum skili vínekrurnar meiru af sér og gæði þrúganna og vínsins verði þar af leiðandi meiri og betri fyrir neytandann.  Samanstendur framleiðslan þeirra af breiðri línu af lífrænt framleiddum vínum sem hafa sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum. Hér á landi má finna í hillum Vínbúðanna, Adobe vínin, sem eru aðeins brot af þeim vínum sem Emiliana vínhúsið framleiðir.  Adobe vínin hafa undan farin misseri notið gríðarlegra vinsælda hér á landi enda vaxandi áhersla á heilsusamlegt líferni og umhverfisvernd hér á landi líkt og annars staðar í heiminum.

ADOBE RO 2017 - VALLE RAPEL (1)

3,5star

 

Adobe Reserva Rose 2016 er gert úr Syrah-þrúgunni og líkt og önnur vín hússins úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Vínið er ljóslaxableikt. Létt fylling, sætuvottur, mild sýra. Jarðarber, lauf. Frábært með sushi, léttari forréttum, fiski og léttum pasta réttum. Vínið fæst líka í 3 L kassa, sjá nánar hér.

 

23188_r

 

 

Vinótek segir;

Ljósbleikt á lit, þægileg og fersk angan af rauðum berjum, ekki síst jarðarberjum og hindberjum, fínn, hreinn og ferskur ávöxtur í munni með þægilegri sýru. 1.999 krónur. Mjög góð kaup. Fínt sumarvín, t.d. með grilluðum kjúklingi og grænmeti.

 

 

Víngarðurinn Vín og Fleira segir;

Það hefur daufan, laxableikan lit og létta og rauða angan þar sem finna má jarðarber, hvít blóm, sítrónu, melónu og kirsuber. Í munni er það meðalbragðmikið með góða sýru og fínasta jafnvægi og keim af rauðum berjum (þá einkanlega jarðarberjum), melónu, límonaði og kirsuberjum. Það hefur sætan ávöxt og þægilega, ágæta endingu. Létt og sumarlegt og hafið það eitt og sér eða með léttari forréttum, asískum mat og fiski.

Share Post