Lífrænt og þægilegt hvítvín frá Katalóníu

Lífræna vínhúsið Parés Baltá hefur náð frábærum árangri með konur í broddi fylkingar en þær stöllur Maria og Marta fara fyrir víngerðinni og er óhætt að segja að þær framleiða nokkur af bestu vínum Katalóníu.  Starfsemi vínhússins leggur ríka áherslu á náttúrulega framleiðslu og innanhúss ríkir ástríða fyrir hinu nátttúrulega.  Ástríðan fyrir hinu náttúrulega felur í sér sérstök gildi og sérstaka starfshætti og eru til að mynda engin kemísk efni notuð á vínekrunum og er vínviðurinn ræktaður á sama náttúrulega og heilbrigða hátt og þau rækta grænmetið sitt til matar.  Vín vikunnar er að þessu sinni Pares Balta Blanc De Pacs en Pacs er lítið þorp í Pénedes í Katalóníu, suður af Barcelona. Blanc De Pacs er lífrænt ræktað hvítvín úr þrúgunum Parellada, Xarello og Macabeo.  Sömu þrúgum og eru notaðar í Cava- freyðivínin frá sama svæði.

 

Pares Balta Blanc De Pacs

3,5star

 

Passar vel með: fiskur, kjúklingur, grænmetisréttir og aðrir smárréttir.
Lýsing: Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, apríkósa, apríkósusteinn.

Vinotek segir;

Pacs er lítið þorp í Katalóníu nánar tiltekið í Pénedes, suður af Barcelona. Þetta er samt varla þorp, meira húsaþyrping.  Þarna í grennd er að finna flest þekktustu vínhús Pénedes og í Pacs býr Cusine-fjölskyldan sem rekur hið lífræna vínhús Pares Balta og framleiðir nokkur af bestu vínum Katalóníu.  Blanc de Pacs er lífrænt ræktað vín líkt og önnur frá Pares Balta, þetta er hvítvín úr þrúgunum Parellada, Macabeo (sem líka er þekkt undir nafninu Viura) og Xarello en það eru jafnframt þær þrúgur sem alla jafna eru notaðar í Cava-freyðivínin, sem einmitt koma frá þessu svæði.  Ljóst og fölt á lit, arómatísk angan, blóm, þurrkaðir ávextir, áberandi þroskuð gul epli og perur, létt, milt og þægilegt.
1999 krónur. Góð kaup.

 

 

Vinó náði tali af Joan Cusine hjá Parés Baltá fyrr á árinu sem má finna hér.

Share Post