Þetta dásemdar rósavín kemur frá hinu frábæra Rioja-húsi Muga sem er mörgum Íslendingum góð kunnugt og eiga rauðvínin frá þeim dyggan aðdáenda hóp hér á landi sem fer ört vaxandi. Muga er eitthvert besta dæmið um vínhús sem framleiðir hefðbundin,
stórkostleg Rioja Vín. Muga fjölskyldan hefur framleitt vín í Haro Rioja Alta frá árinu 1932 og eru þessi vín í hugum margra allt það sem Rioja á að snúast um.
Muga Rosado 2015 er gert úr þrúgunum Viura, Garnacha og Tempranillo. Vínið hefur fallegan laxableikan lit, meðalfylling, ósætt og fersk sýra. Ferskja, hindber, suðrænn ávöxtur.
Vín sem passar mjög vel með sjávarréttum, austurlenskri matargerð og sushi. Frábært matarvín.
Vinotek segir;
Muga Rosé 2015 fjórar stjörnur.
Rauðvínin frá hinu frábæra Rioja-húsi Muga hafa löngum átt sinn fasta aðdáendahóp hér á landi og hefur hann raunar farið ört vaxandi á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum kom hvítvínið frá Muga einnig í sölu og nú er Muga að blanda sér í rósavínsbaráttuna fyrir sumarið 2016. Eins og allt annað sem að Muga kemur nálægt er þetta afbragðsvín í sínum flokki. Blandan er svolítið sérstök fyrir rósavín því að um þriðjungur hennar er hvíta þrúgan Viura til viðbótar við Garnacha
(60%) og Tempranillo (10%). Víngerjunin er í stórum eikarámum sem gefur víninu aukna dýpt. Það er fallega laxableikt á lit og í nefinu er heillandi angan þar sem greina má jarðaber, hindber, börk af greipávexti og nýbakaðar smákökur. Það hefur góða fyllingu, ávöxturinn langur, þurrt.2.599 kónur. Mjög góð kaup
Víngarðurinn Vín og fleira segir;
Muga Rosé 2015 fjórar stjörnur.
Eins og við má búast er rósavín frá Muga í sérflokki, annað væri undarlegt. Þessi frábæra víngerð í Haro í Rioja gerir auðvitað framúrskarandi rauðvín, dásamlegt hvítvín og núna getið þið prófað rósavínið þeirra. Það hefur fremur daufan lit af spænsku rósavíni að vera (laxableikur) og meðalopna angan sem er sæt og sumarleg. Það má glöggt finna fyrir steinaávöxtum, sætri sítrónu, melónu, jarðarberjum, kirsuberjum, Cantaloup-melónu, agúrku og peru. Í munni er það ferskt, ungt, sýruríkt og nokkuð margslungið af rósavíni að vera. Þarna eru nektarínur, Cantaloup- melóna, niðursoðnir ávextir, mangó, sítróna, jarðarber, greipaldin og steinefni. Afar flott og heilsteypt rósavín sem fer vel með mat einsog tapas-réttum, krydduðum asískum mat, sushi og ljósu kjöti. En það er líka gott bara svona eitt og sér.Verð kr. 2.599. Frábær kaup.