Heilgrillaður Kjúklingur

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

1 heill kjúklingur

2-3 matskeiðar smjör

3-4 rósmarínstangir eða 2 teskeiðar þurrkað rósmarín

2 sítrónur

1 appelsínu

2 rauðlauka

3-4 stórar gulrætur

3-4 hvítlaukgeirar

salt og pipar

Aðferð:

Blandið saman, 3 matskeiðar af smjöri, 3 pressuð hvítlauksrif og smátt skornu rósmarín, í skál.

Makið kjúklinginn með hvítlaukssmjörinu.

Skerið aðra sítrónuna í tvennt og setjið hana inní kjúklinginn.

skerið hina sítrónuna í sneiðar og leggið þær undir og yfir kjúklinginn.

Skerið hálfa appelsínu í sneiðar og leggið ofan í eldfasta mótið og kreistið hinn helminginn ofan í eldfasta mótið.

Skerið rauðlaukinn í frekar grófar sneiðar og gulrætunar líka og leggið í eldfasta mótið með kjúklingnum ásamt olíu, salti og pipar.

Bakið kjúklinginn í ofni á 180° með lokið yfir í 45 mínútur. Takið lokið af síðustu 10 mínúturnar.

Berið rauðlaukinn og gulræturnar fram sem meðlæti ásamt kartöflumús.

Notið soðið í eldfastamótinu sem sósu. Gott að hella soðinu yfir kartöflumúsina.

Vinó mælir með Cune Reserva með þessum rétt.