Indverskur kjúklingaborgari

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Fyrir 2

2 kjúklingabringur
1 egg
hveiti
rasp
1 tsk chillikrydd
salt & pipar
1 tsk Þurrkuð steinselja
1/2 tsk karrý

Aðferð:

Takið til þrjár skálar, hrærðu saman egg í einni, hveiti í annari og rasp, chilli-krydd, salt, pipar og steinselju í þriðju.

Fletjið út bringurnar með kökukefli. Dýfið þeim ofan í hveiti, síðan í egg og þar á eftir í raspblönduna.

Setjið 3 matskeiðar af olíu á pönnu og hitið pönnuna vel.
Steikið kjúklingabringurnar á hvorri hlið þar til þær eru orðnar gullbrúnar á báðum hliðum.

Leggið þær síðan á disk með eldhúsrúllu sem dregur í sig mestu fituna svo að kjúklingurinn verði stökkur og góður.

Mango & karrý sósa

1 msk Mango chutney
1 dl Sýrður rjómi (1/2 dolla)
1 tsk Gult karrý
Smá salt og pipar

Jógúrt sósa

1 dl Sýrður rjómi (1/2 dolla)
4-5 Smátt söxuð myntulauf
1/2 lúka kóríander
Lime
Smá salt og pipar

Á borgarann fer…

Rauðlaukur sem er skorin í þunnar sneiðar og settur í skál með 1 msk rauðvínsediki í um 15 mín.
Kál
Avókado