Vegan Vín

Vín eru í sjálfu sér náttúruafurð enda í rauninni gerjaður vínberjasafi. Það mætti því ætla að þau flokkuðust sjálfkrafa sem “vegan” afurð en það er ekki alltaf svo einfalt. Þannig er mál með vexti að vínframleiðendur komast ekki hjá því að hreinsa vínin áður en þau eru sett á flöskur. Til þess eru ýmsar aðferðir, meðal annars að sía þau og svo að “fínísera” þau (e. wine fining). Þá er ákveðnum efnum bætt út í vínið í örlitlu magni og viðkomandi efni dregur í sig bakteríur, óhreinindi og aðra aðskotahluti. Þessi efni eru oftast lífræn efni eða steinefni. Eitt algengasta steinefnið er bentónít, en það er náttúrulegur leir sem notaður er til að fella út ger og ýmis prótein sem gera gerjaðan vökva skýjaðan. Meðal lífrænu efnanna má nefna eggjahvítumjólkurkasín og gelatín og þar staldra vegan-neytendur við, enda strangt til tekið um dýraafurðir að ræða. Í dag er hins vegar hægt að fá vegan-vín með viðeigandi merkingum.

Fyrir áhugasama, tók Vinó saman nokkur vel valin vegan vín sem fást í hillum Vínbúðanna;

Adobe Chardonnay

Fölsítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, melóna, epli. Verð 1.999 kr.

Adobe Cabernet Sauvignon

Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Sólber, minta, papríka. Verð 1.999 kr.

Adobe Rose

Ljóslaxableikt. Létt fylling, sætuvottur, mild sýra. Jarðarber, lauf. Verð. 1.999 kr.

Adobe Cabernet Sauvignon, Syrah & Carmenere

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk ber, plóma, laufkrydd. Verð 1.999 kr.

Emiliana Brut Organic

Fölgrænt. Ósætt, létt freyðing, sýruríkt. Límóna, sítróna, ananas, grænjaxlar. Verð. 2.399 kr.

Camino Dominio Romano Tunto Fino

Dökkfjólurautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Rauð og dökk ber, krydd. Höfugt. Verð 2.999 kr.

Emiliana Coyam

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Höfugt. Dökk ber, plóma, vanilla, eik, jarðefni. Verð 3.499 kr.

 

Share Post