Hið suðræna, sólríka og seiðandi Tequila

Það er ýmislegt sem sagan getur þakkað hinum fornu menningarheimum Suður- og Mið-Ameríku. Mayar, Inkar og Aztecar voru um margt stórmerkilegir þjóðflokkar og það voru Aztecarnir í Mexíkó, vel að merkja, sem uppgötvuðu það sem síðar varð að tequila. Á 9. öld uppgötvuðu þeir nefnilega aðferð til að gerja safann úr agave-plöntunni, svo úr varð drykkur sem nefnist pulque [les. púlke]. Djúsinn sá varð í þeirra augum heilagur og takmarkaðist neysla hans við sérstakar yfirstéttir inn samfélags þeirra.

 

Á 16. öld höfðu spænsku conquistadorarnir farið um heimshlutann og skilið eftir sig sviðna jörð. Það eina góða sem kom út úr þeirri ógnarstjórn nýlenduherranna var að þeim hugkvæmdist að eima pulque. Þannig varð til brennivínið mezcal. Af agave-plöntunni eru til um 120 mismunandi afbrigði og í fyllingu tímans gerðu menn sér grein fyrir þeim sannleika að mezcal úr hinum svokölluðu bláu agave plöntum reyndist öðrum betra og ljúfara á bragðið. Það hlaut nafnið hljómfagra – tequila – eftir samnefndri borg þar sem bláa agave plantan óx og gerir enn.

Saga Sauza, eins þekktasta framleiðanda tequila í heimi, hefst svo árið 1873 þegar Don Cenubio Sauza festir kaup á gamalli tequila-gerð og nefnir upp á nýtt „La Perseverancia“ sem merkir „sú sem heldur út“. Hann reyndist út af fyrir sig sannspár með þessari nafngift því Sauza hefur þraukað í gegnum miklar þrautir allt til dagsins í dag. Þar á meðal er fyrst að nefna mexíkósku byltinguna og borgarastríðið sem geysaði á árunum frá 1910 til 1920. Þá var við stjórnvölinn sonur stofnandans, Don Eladio Sauza, en hann var aðeins tvítugur að aldri þegar hann tók við taumunum árið 1903. Hinn ungi Don Eladio var slyngur í viðskiptum og tengdi tequila markvisst við þjóðarstolt á þessum umbrotatímum og þó fátt væri fast í hendi í byltingunni, þegar frændur gátu fyrirvaralaust orðið fjendur, þá átti tequila vísan stað í hjarta heimamanna og tengdist mexíkóskri þjóðarsál um ókomna tíð.

 

Vinsældir tequila urðu gríðarlegar og menn víða um heim sáu sér leik á borði með að framleiða það, eða í það minnsta eitthvað í líkingu við tequila, hér og þar um heiminn. Þetta fór skiljanlega í taugarnar á mexíkóksum framleiðendum hins sanna tequila og þriðji ættliður Sauza-leiðtoga, Don Francisco Javier Sauza, fékk loks ríkisstjórn Mexíkó til að lýsa því yfir árið 1974 að tequila mætti aðeins nefnast svo ef það væri framleitt í borginni Tequila í Mexíkó. 23 árum síðar, árið 1997, var lögfest að tequila yrði að  minnst 51% innihalds tequila verði að vera úr bláa agave-afbrigðinu „Tequilana Weber“ sem ræktað er í héruðunum Jalisco eða Nayarit í Mexíkó. Sauza hefur þó ekki látið við slík lágmörk sitja heldur eru Sauza Tequila ávallt 100% framleitt úr hinu bláa agave.

 

Sauza hefur ávallt gætt þess að vera í fararbroddi hvað framangreind skilyrði varðar og það hefur skilað sér í því að það náði þeim stalli árið 2007 að vera í 15. sæti á heimsvísu á listanum yfir mest seldu sterku áfengistegundirnar. Það er sömuleiðis langvinsælasta tequila veraldar. Um gæði Sauza þarf út af fyrir sig ekki að fjölyrða og þátt þeirra í vinsældunum, en hitt er líka óumdeilt að tequila er afskaplega þægilegt og auðdrekkanlegt, hvort sem þess er notið óblandað sem skot eða í hinum ótal kokteilum og drykkjarblöndum sem til eru með tequila enda blandast það framúrskarandi vel með hvers konar drykkjum og bragðgjöfum.

Tequila er til í nokkrum mismunandi útfærslum og munar mestu um hvort og þá hversu lengi vökvinn er látinn þroskast á eikartunnum.

Hvernig væri að prófa?

Sauza Silver er til að mynda kristaltært, í nefi má greina grænt epli, blómatón og fingerðan kryddkeim. Í munni er sætur agave-keimurinn þrunginn grænu epli og sítrustónum.

Sauza Gold er aftur á móti fagurgyllt á litinn og í nefi eru karamellu- og vanillutónar allsráðandi, rétt eins og bragðið er í munni.

 

 

Share Post