Náttúruleg Vín
Náttúruleg vín eru þau sem framleidd eru án þess að neinu sé bætt við þau né neitt fjarlægt úr vökvanum meðan á framleiðsluferlinu stendur. Þetta þýðir að engum efnum er bætt við og tæknileg inngrip á öllum stigum framleiðslunnar eru í algeru lágmarki. Hugtakið „náttúruleg vín“ er einkum notað til aðgreiningar frá „lífrænum vínum“. Sumir framleiðendur sem rækta vín sín eftir lífrænt vottuðum aðferðum bæta engu að síður t.d. súlfíti við til að betrumbæta framleiðsluna og eru þar af leiðandi ekki náttúrulegir, strangt til tekið.