Í hverjum mánuði koma ný vín til reynslusölu í Vínbúðunum í Kringlunni, Heiðrúni, Skútuvogi og Hafnarfirði. Fyrir ykkur sem hafið gaman að því að breyta til og prófa ný vín mælum við með að þið prófið þessi neðan greindu vín, en þau voru einmitt að byrja í reynslusölu Vínbúðanna í byrjun mánaðarins.
Bragðlýsing: Ljóslímónugrænt. Létt meðalfylling, ósætt, mild sýra. Límóna, epli, steinefni.
Styrkleiki: 12,5%
Land: Chile
Framleiðandi: Vinedos Emiliana S.A.
Þrúga: Chardonnay
Sérmerking: Lífrænt, Vegan
Verð: 6.499 kr.
Passar með: Meðalfyllt vín, gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti, pasta og sushi.
Bragðlýsing: Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, stikilsber, hýði.
Styrkleiki: 12,5%
Land: Ítalía
Hérað: Toskana
Framleiðandi: Dievole
Verð: 2.499 kr.
Passar með: Skelfisk, fisk og grænmetisréttum.
Bragðlýsing: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, sýruríkt, miðlungstannín. Kirsuber, brómber, rósmarín, lyng, tunna.
Styrkleiki: 13%
Land: Ítalía
Hérað: Toskana
Framleiðandi: Dievole
Verð: 2.499 kr.
Passar með: Kjúkling, lamba- og svínakjöti og ostum.
Dievole Le Due Chianti Superiore
Bragðlýsing: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Sólber, kirsuber, laufkrydd, grænar ólífur.
Styrkleiki: 13,5%
Land: Ítalía
Hérað: Toskana
Upprunastaður: Chianti
Framleiðandi: Dievole
Verð: 2.699 kr.
Passar með: Lamba- og svínakjöti, grænmetisréttum og smáréttum.
Bragðlýsing: Ljóssítrónugult. Ósætt, létt freyðing, fersk sýra. Epli, ananas, ristað brauð.
Styrkleiki: 12,5%
Land: Chile
Framleiðandi: Vinedos Emiliana S.A.
Þrúga: Chardonnay 76%, Pinot Noir 24%
Verð: 2.399 kr.
Passar með: Hentar vel með mat eins og t.d. smáréttum, sushi, fiski, grænmetisréttum og ljósu fuglakjöti.
Bragðlýsing: Dökkfjólurautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Sólber, krækiber, barkarkrydd, lyng.
Styrkleiki: 14,5%
Land: Spánn
Hérað: Katalónía
Upprunastaður: Priorat
Framleiðandi: Gratavinum S.L
Sérmerking: Lífrænt, Bíódínamík
Verð: 4.499 kr.
Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði og nokkuð tannískt. Þetta vín hentar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.