Lífræna vínhúsið Parés Baltá hefur náð frábærum árangri með konur í broddi fylkingar en þær stöllur Maria og Marta fara fyrir víngerðinni og er óhætt að segja að þær framleiða nokkur af bestu vínum Katalóníu. Starfsemi vínhússins leggur ríka áherslu á náttúrulega framleiðslu og innanhúss ríkir ástríða fyrir hinu nátttúrulega. Ástríðan fyrir hinu náttúrulega felur í sér sérstök gildi og sérstaka starfshætti og eru til að mynda engin kemísk efni notuð á vínekrunum og er vínviðurinn ræktaður á sama náttúrulega og heilbrigða hátt og þau rækta grænmetið sitt til matar. Vín vikunnar er að þessu sinni Pares Balta Mas Petit frá þessu yndislega vínhúsi.
Passar vel með: kjúkling, svínakjöti, pasta og grænmetisréttum.
Lýsing: Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, mild tannín. Hindber, rifsber, tunna.
Vinotek segir;
Pares Balta vínin frá Cusine-fjölskyldunni katalónsku eru ávallt heillandi, sjarmerandi og persónuleg og ekki spillir fyrir að fjölskyldan leggur gífurlega áherslu á eins náttúrulega og lífræna ræktun og framleiðslu og kostur er á. Mas Petit er eitt af einfaldari vínum hússin, yndislega ávaxtaríkt, hrein angan af skógarberjum, örlítil vanilla úr eik í munni tært, ávaxtaríkt með þægilegu tannísku biti og sýru.