Cosmopolitan Hráefni: 30 ml Cointreau 30 ml Russian Standard Vodka 20 ml trönuberjasafi Safi úr ¼ lime Klakar Aðferð: Setjið allt saman í hristara og hristið vel saman. Sigtið/takið klakana frá og hellið í glas. Fallegt er að skreyta glasið með lime berki og með því að dýfa því í smá lime safa og

Haustlegur Bourbon kokteill Hráefni: 3cl Maker’s Mark 1,5cl Cointreau 6cl appelsínusafi 1 matskeið Bláber Aðferð: Hristið saman Maker‘s Mark viskí, Cointreau, appelsínusafa og bláber ásamt klaka í kokteilhristara. Sigtið í glas með klaka og skreytið með appelsínu og bláberjum.

Cointreau Spritz   Hráefni: 15 ml Cointreau 1 dl Prosecco Lamberti 50 ml sódavatn Appelsínusneið Nóg af klökum Aðferð: Fyllið glas með klökum og hellið Cointreau út í. Hellið svo freyðivíni og sódavatni saman við. Skerið sneið af appelsínu og bætið ofan í (mega vera tvær appelsínusneiðar). Uppskrift: Hildur Rut Ingimars

Sumar Margaríta   Hráefni: 3 cl Cointreau 5 cl Tequila 2 cl Limónusafi 4 fersk jarðarber Aðferð: Vætið glasabrúnina með límónusafa og dýfið í flögusalt. Setjið, Cointreau, Tequila, límónusafa og jarðarber í kokteilhristara. Merjið allt saman og bætið svo ísmolum útí og hristið vel. Skreytið með myntulauf.

Rósavínssangría með ferskum ávöxtum Hráefni: 1 flaska Adobe Reserva rósavín 1 dl Cointreau Jarðarberjasýróp (1 dl vatn + 1 dl sykur + 0,5 l jarðarber – látið malla saman við vægan hita í 10 mínútur) 2 öskjur jarðarber 2 appelsínur 1 askja hindber Mynta Aðferð: Skerið jarðarberin í fernt og appelsínurnar í sneiðar Fyllið könnu af

Beach Bum Hráefni 2 cl Cointreau 6 cl Brugal Blanco romm 2 cl Lime safi Dash af Grenadine til að fá bleika litinn Aðferð Setjið klaka í glas, kreystið lime safa út í glasið, blandið öðrum innihaldsefnum út í glasið og skreytið með lime sneið.

Gin Passion Hráefni 40 ml Martin Miller's Gin 10 ml Cointreau 10 ml sítrónusafi 5 ml sykur sýróp 1 eggjahvíta   Aðferð Setjið öll innihaldsefni í kokteilhristara og hristið mjög vel saman án klaka svo eggjahvítan þeytist. Bætið við klaka. Hellið í gegnum sigti ofan í köld kokteilglös.

White Lady í gulum klæðum   Hráefni 60 cl Cointreau 30 cl Martin Miller‘s gin 60 cl Ástríðu-ávaxta safi 30 cl eggjahvíta Safi úr ½ sítrónu Klakar Aðferð Setjið öll innihaldsefni saman í kokteil hristara og hristið vel. Hellið drykknum í gegnum sigti ofan í kokteilglösin. Uppskrift Linda Ben

Granatepla og rósmarín Fizz  Hráefni 5 cl Cointreau 2 cl ferskur límónusafi (1/2 lime) 10 cl sódavatn Ein lúka af granatepla-fræjum Ferskt rósmarín Aðferð Kremjið um hálfa lúku af granateplum í botninn á glasinu, fyllið svo glasið af klaka. Bætið við Cointreau og límónusafa og fyllið glasið með sódavatni. Skreytið með heilum granatfræjum