Cointreau Fizz með eplum og rósmarín   Hráefni: 6 cl Cointreau 3 cl ferskur límónusafi 3 sneiðar epli Rósmaríngrein 9 cl sódavatn Aðferð: Kremjið saman epli og rósmarín í botninum á glasinu. Bætið Cointreau, límónusafa og klaka út í glasið og fyllið upp með sódavatni. Hrærið saman og skreytið með rósmarín grein og eplasneið.

Sparkling Cosmo   Hráefni: 2 cl Cointreau 4 cl Russian Standard Vodka 2 cl trönuberjasafi 2 cl ferskur límónusafi   Aðferð:   Blandið öllum innihaldsefnum saman í kokteilhristara með klaka og hristið vel. Hellið í fallegt glas á fæti og skreytið með ferskum trönuberjum. Gleðilegt nýtt ár kæru fylgjendur og takk fyrir samfylgdina á árinu. ✨

Floradora   Hráefni: 5 cl Martin Miller‘s gin 2,5 cl ferkur límónusafi 2,5 cl hindberjalíkjör Engiferöl Hindber til að skreyta Aðferð: Hristið saman gin, límónusafa og hindberjalíkjör ásamt klaka í kokteilhristara. Sigtið ofan í glas fyllt með klaka og fyllið upp með engiferöl. Skreytið með ferskum hindberjum.

Tuscan Sunset Hráefni: 5 cl Martin Miller's Gin 3,5 cl Antica Formula vermouth 2 cl ferskur límónusafi 1,5 cl Bols Grenadine Fyllið upp með engiferöl Aðferð: Blandið öllum innihaldsefnum (nema engiferölinu) saman í kokteilhristara og hristið vel. Sigtið ofan í glas með ísmolum og fyllið upp með engiferöl. Skreytið með basil eða myntu.

Ástaraldin Mojito   Hráefni: 4 cl Brugal Blanco ljóst romm Mynta 2 stk. ástaraldin ávöxtur 2 cl ferskur límónusafi 1-2 msk. hrásykur Sódavatn Mulinn ís 1 stk. límóna Aðferð: Setjið 2-4 myntu blöð og hrásykur ofan í glas og merjið saman. Fyllið glasið með mulnum ís. Hellið límónusafanum og romminu útí glasið og fyllið upp með sódavatni. Hrærið

Sumar Margaríta   Hráefni: 3 cl Cointreau 5 cl Tequila 2 cl Limónusafi 4 fersk jarðarber Aðferð: Vætið glasabrúnina með límónusafa og dýfið í flögusalt. Setjið, Cointreau, Tequila, límónusafa og jarðarber í kokteilhristara. Merjið allt saman og bætið svo ísmolum útí og hristið vel. Skreytið með myntulauf.