Ný hvítvín til reynslu

Í Vínbúðinni eru tvö ný hvítvín sem er óhætt að mæla með fyrir næsta vinkonuhitting. Þetta eru létt, fersk og þægileg hvítvín með lægra áfengismagni og minna sykur innihaldi án þess þó að það komi niður á bragðinu. Hvítvín sem eru frábær ein og sér en líka góð með mat, til dæmis sushi, salati og léttum pastaréttum.

 

Vínin eru frá hinum virta vínframleiðanda, Staint Clair Family Estate, í Nýja Sjálandi. En hægt er að lesa meiri fróðleik um þennan flotta vínframleiðanda hér

Vicars Choice Bright Light Sauvignon Blanc

Fallega föllímónugrænt á lit. Létt fylling, smá sæta og fersk sýra. Grape, sólberjalauf og passjón ávöxtur í munni.

Ekta sushi vín. Einnig frábært sem fordrykkur eitt og sér, með léttum smáréttum og fersku salati.

Land: Nýja Sjáland

Framleiðandi: Saint Clair Family Estate

Áfengismagn 9,5%

Verð 1.999 kr

Skrúftappi

 

Vicars Choice Pinot Gris, Riesling Gewurtztraminer 

Fallega ljóssítrónu gult á lit. Létt meðalfylling, smá sæta og fersk sýra. Blómlegt, ferskja og litsí blóm.

Æðislegt hvítvín með kjúkling, sjávarréttum og léttum pastaréttum. Einnig frábært eitt og sér. En þess má geta að þá er þetta vín eitt af mest seldu hvítvínunum í Systembolaget í Svíþjóð.

Land: Nýja Sjáland

Framleiðandi: Saint Clair Family Estate

Áfengismagn: 12%

Verð: 2.299 kr.

Skrúftappi

 

Víngarðurinn segir:

Saint Clair Vicar’s Choice Pinot Gris Riesling Gewurztraminer 2015 

Í Vicar’s Choice-línunni frá hinni nýsjálensku víngerð Saint Clair eru all margar tegundir og einsog hér kom fram fyrir stuttu er Sauvignon Blanc-vínið líklega það sem flestir íslenskir neytendur hafa reynt, og með góðum árangri.  Þetta vín hér er tilraun til að gera einhverskonar Alsace-blöndu en á þeim slóðum kallast svona blanda Edelswicker. Vinsældir þessara vína eru eitthvað á undanhaldi í Alsace (þótt enn séu gerð fínustu vín, blönduð úr fleiri en einni hvítvínsþrúgu og þar mega menn nota allt að 5 mismunandi) en það er athyglisvert að sjá hvað andfætlingar okkar gera við sambærilegan kokteil.

Þetta er strágyllt vín að lit og þegar maður þyrlar því í glasinu eru tvær síðarnefndu þrúgurnar mun meira áberandi í nefinu enda eru þær að eðlisfari mun ilmríkari og sérstæðari en sú fyrstnefnda og því týnist Pinot Gris-ilmurinn dálítið, þótt eflaust sé meira af henni í blöndunni en hinum tveimur.  Þarna má því greina epli, olíukennd steinefni, steinaávexti, kókosmjólk, mandarínu, lyche, fitu og kryddaða Múskatberja-angan. Í munni er það svo meðalbragðmikið með ágæta sýru en er létt og hefur stutta viðkomu. Þarna eru svo epli, pera, olíukennd steinefni, lyche, mandarína, sítrus og steinaávextir.  Þetta er ekki slæmt vín en það er svolítið dauft í dálkinn þrátt fyrir þrjár þrúgnategundir og ég er á því að nýrri árgangur myndi duga til að lyft þessu víni upp um hálfa stjörnu. Hafið með léttum en krydduðum forréttum (td asískum), ljósu pasta, fuglakjöti og meðalbragðmiklum fiskréttum.

 

Verð kr. 2.299.- Ágæt kaup.

Share Post