Andabringur með graskers purée og sesam broccolini
Fyrir 2
Hráefni
Andabringur, 2 stk (sirka 250 g hver)
Grasker, 400 g (Eftir að skinnið er fjarlægt)
Broccolini, 150 g
Hvítlaukur, 3 rif
5 spice krydd, 2 ml / Kryddhúsið
Sýrður rjómi, 1 msk
Smjör, 1 msk
Sesamolía, 1 tsk
Sesamfræ, 0,5 tsk
Spírur, td Alfalfa eða blaðlauks.
Aðferð:
Takið andabringurnar kæli 1 klst áður en elda á matinn.
Forhitið ofn í 200°C með yfir og undirhita.
Takið utan af hvítlauknum. Pakkið 2 hvítlauksrifjum þétt inn í álpappír með skvettu af ólífuolíu og salti.
Skerið skinnið af graskerinu og skerið graskerið í bita. Veltið graskerinu upp úr olíu og salti og dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír.
Setjið innpakkaða hvítlaukinn á ofnplötuna með graskerinu og bakið svo í miðjum ofni í 30 mín eða þar til graskerið er farið að brúnast aðeins og er mjúkt í gegn.
Færið graskerið í pott ásamt bakaða hvítlauknum, sýrðum rjóma, smjöri og 5 spice kryddi. Notið töfrasprota til að mauka blönduna þar til silkimjúkt purée hefur myndast. Smakkið til með salti og geymið undir loki á meðan öndin er elduð.
Þerrið andabringurnar með eldhúspappír og saltið og piprið. Saltið skinnhliðina ríflega.
Setjið öndina í kalda pönnu sem má fara inn í ofn með skinnhliðina niður. Stillið á meðalháan hita og látið pönnuna hitna rólega og þar með bræða fituna í skinnhliðinni rólega. Látið skinnhliðina steikjast þar til fitan hefur að mestu lekið úr henni og skinnið er orðið gyllt á litinn, sirka 5-6 mín.
Steikið öndina á kjöthliðinni í stutta stund til þess að loka henni. Snúið öndinni aftur á skinnhliðina og færið pönnuna inn í miðjuna ofn. Bakið öndina í 6-8 mín á skinnhliðinni og takið þá úr ofninum. Látið öndina hvíla í nokkrar mín áður en hún er skorin niður.
Sjóðið broccolini í 4-5 mín þar til það er mjúkt en þó með smá biti. Færið í skál og veltið upp úr pressuðum hvítlauk, sesamolíu og sesamfræjum. Smakkið til með salti.
Skreitið öndina með spírum og berið fram með fersku salati.