BBQ Kjúklingaborgari

Fyrir 4

Hráefni

600 g úrbeinuð kjúklingalæri

3 msk Heinz BBQ Sweet sósa + 2 msk aukalega

2 hvítlauksrif, pressuð eða rifin

Salt og pipar

6 dl blaðsalat

6-7 dl hvítkál

6 msk Heinz majónes

1-2 msk Tabasco Sriracha sósa

1 stór buffalo tómatur

1-2 avókadó

4 hamborgarabrauð

 

Meðlæti

4 maískólfar

Smjör

Parmesan ostur

Cayenne pipar

Kartöflubátar

 

Aðferð

Blandið 3 msk af BBQ sósu, hvítlauksrifjum, salti og pipar saman við kjúklinginn í skál. Gott að leyfa honum að marinerast í klst eða lengur.

Grillið kjúklinginn þar til hann verður fulleldaður og lífið hann niður með tveimur göfflum.

Skerið blaðsalat og hvítkál í ræmur og blandið saman við majónes og Tabasco Sriracha sósu. Mæli með að smakka sósuna til.

Skerið tómata og avókadó í sneiðar.

Grillið hamborgarabrauðin og dreifið hrásalatinu á botninn. Setjið kjúklinginn, tómatsneið, avókadó og lokið borgaranum.

 

Meðlæti

Látið maískólfana liggja í bleyti (í vatni) í klst. Bakið í ofni í 20 mínútur við 190°C. Grillið í 10 mínútur.

Dreifið smjöri, rifnum parmesan osti og cayenne pipar á maískólfana eftir smekk.

Bakið kartöflubátana í ofni.

 

Vinó mælir með: Corona með þessum rétti.

Uppskrift: Hilur Rut