Bruschetta með fetaost smyrju og bökuðum tómötum
Æðislega góðar bruschettur eða snittur sem er upplagt að bera fram sem forrétt eða sem tapas með öðrum tapas réttum.
Hráefni
Snittubrauð
1 krukka fetaostur í olíu
Kirsuberjatómatar
1 hvítlauksrif
Ferskt timjan
Salt
Ólífu olía
Aðferð
Kveikið á ofninum og stillið á 200°C og undir+yfir hita.
Setjið tómatana í eldfast mót ásamt ólífu olíu, salti, rifnum hvítlauk og salti. Bakið inn í ofni í 10 mín.
Skerið snittubrauðið niður og ristið sneiðarnar.
Setjið fetaostinn í blandara og maukið. Hellið fetaostinum í skál og berið fram með bökuðum tómötum ofan á snittubrauðinu.