Fullhlaðið kjúklinga nachos

Hráefni

Kjúklingalæri, 350 g

Taco krydd, 2 msk

Nachos flögur, 1 poki / Ég notaði Mission flögur

Maísbaunir, 80 g

Svartbaunir, 80 g

Salsa sósa, 1 krukka / Ég notaði Mission salsa sósu

Ostasósa, 1 krukka 

Pikklað jalapeno, eftir smekk

Kóríander, eftir smekk

Rifinn ostur, 200 g

Lárpera, 1 stk

Radísur,  2 stk

Límóna, 1 stk

 

Aðferð

Forhitið ofn í 180°C með blæstri.

Veltið kjúklingalærum upp úr olíu og uppáhalds taco kryddinu ykkar. Raðið á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 30-35 mín. Skerið í bita.

Breytið hitanum á ofninum í 180°C yfir og undir hita.

Raðið til skiptis nachos, salsasósu, ostasósu, kjúkling, baunum og rifnum osti í rúmgott eldfast mót. Toppið með meiri rifnum osti, kjúkling og jalapeno.

Bakið í miðjum ofni í um 30 mín eða þar til osturinn er bráðinn og gylltur að lit.

Skerið lárperu í bita, sneiðið radísur og saxið kóríander. Kreistið límónusafa eftir smekk saman við sýrðan rjóma og hrærið vel saman.

Toppið nachos‘ið með sýrðum límónu rjóma, lárperu, radísum og kóríander eftir smekk.

Vínó mælir með: Corona með þessum rétt. 

Uppskrift: Matur og Myndir