Grænmetis núðluréttur með rauðu karrí mauki

Hráefni

125 g eggjanúðlur

2 msk ólífu olía

1 laukur

2-3 hvítlauksgeirar

250 g sveppir

1 rauð paprika

½ zucchini

2 gulrætur

2 tsk maukað engifer

2 msk rautt karrý mauk

1 msk soja sósa

½ tsk salt

½-1 stk grænmetiskraftur

2 dósir (800 ml) kókosmjólk

1-2 tsk sesam fræ (má sleppa)

Þurrkað chillí krydd (má sleppa)

 

Aðferð

Skerið laukinn smátt niður og steikið á pönnu upp úr ólífu olíu. Skerið sveppina, gulræturnar, zucchini og papriku og steikið á pönnunni.

Rífið engiferið og hvítlaukinn niður og bætið út á pönnuna. Bætið rauða karríinu út á ásamt kókosmjólkinni, soja sósu, grænmetiskrafti og salti. Látið suðuna koma upp og smakkið til.

Setjið núðlurnar út í og setjið lokið á pottinn, sjóðið varlega saman þar til núðlurnar eru tilbúnar.

Berið fram með sesam fræjum og þurrkuðum chillí flögum ef þið viljið.

Vinó mælir með: Adobe Reserva Sauvignon Blanc með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben