Graskerssúpa með stökku beikoni og hvítlauksbrauði
Aðalréttur fyrir 2 eða forréttur fyrir 4
Hráefni
Grasker, 600 g
Sæt kartafla, 250 g
Hvítlaukur, 3 rif / 12 g
Skalottlaukur, 100 g
Beikon, 4 sneiðar
Kallo tómat og jurta grænmetisteningur, 1 stk
Hvítvín, 60 ml
Rjómi, 100 ml
Sítróna, 1 stk
Heslihnetur, 20 g
Karrí madras, 2 tsk / Pottagaldrar
Timian ferskt, 2 g
Hvítlauksduft, 0,5 tsk
Lítið baguette, 1 stk
Smjör
Aðferð
Forhitið ofn í 180°C á blæstri.
Vefjið hvítlauk þétt inn í álpappír ásamt salti og olíu. Bakið í ofni í 30 mín.
Dreifið beikoni yfir ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 12-15 mín eða þar til beikonið er fulleldað. Leggið á eldhúspappír og geymið.
Skrælið grasker, sæta kartöflu og skalottlauk. Skerið 200 g af graskerinu í fallega teninga og takið til hliðar. Skerið sætu kartöfluna og restina af graskerinu í bita ásamt skalottlauk.
Hitið olíu í potti við miðlungshita og steikið grasker, sæta kartöflu og skalottlauk í nokkrar mín þar til laukurinn fer að mýkjast.
Bætið hvítvíni út í pottinn og látið sjóða niður í stutta stund. Bætið við 350 ml af vatni ásamt grænmetistening og látið grænmetið malla undir loki í 15-20 mín eða þar til allt er orðið mjúkt.
Veltið graskerinu sem var tekið til hliðar upp úr olíu, salti og pipar og dreifið yfir ofnplötu með bökunarpappír. Bakið í 25-35 mín eða þar til bitarnir eru fallega brúnaðir og eldaðir í gegn. Hrærið í svo bitarnir brúnist sem jafnast.
Bætið karrídufti út í pottinn með grænmetinu ásamt bökuðum hvítlauk og maukið grænmetið með töfrasprota þar til súpan er silkimjúk. Bætið rjóma út í og maukið í stutta stund í viðbót. Smakkið til með salti.
Skerið baguette brauð í tvennt langsum og svo þrennt langsum svo úr verði 6 sneiðar. Smyrjið með smjöri, týnið laufin af timiangreinunum (geymið smá timian lauf) og saxið smátt. Kryddið brauðin með hvítlauksduft, smá salti, timian og rifnum sítrónuberki. Bakið inni í ofni þar til brauðin eru fallega gyllt á litin.
Ristið heslihnetur í heitum ofni í nokkrar mín og saxið svo niður. Skerið beikon í litla strimla (hitið strimlana í stutta stund í heitum ofni ef vill). Saxið heslihnetur.
Skiptið súpunni á milli skála, dreifið bakaða graskerinu yfir. Toppið með heslihnetum, timian, beikoni og rifnum sítrónuberki.