Grillað kjúklingasalat með jarðarberjum, lárperu og hunangs- basilíkudressingu
Hráefni
Kjúklingabringur, 2 stk
Eðal kjúklingakrydd, 1 msk
Jarðarber, 250 g
Lárpera, 1 stk
Pekanhnetur, 50 g
Graskersfræ, 25 g
Rauðlaukur, 1 stk
Fetaostur hreinn, 50 g
Blandað salat, 130 g / td Spínat, blaðsalat og klettasalat
Límóna, 1 stk
Hunang, 2 msk
Ólífuolía, 4 msk
Basilíka, 6 g
Aðferð
Setjið kjúklingabringur í skál með smá olíu og kryddblöndu. Blandið saman og látið marinerast í amk 30 mín.
Rífið börkinn af einni límónu (varist að taka hvíta undirlagið með) og kreistið úr henni safann. Pískið hunangi og ólífuolíu saman við. Saxið basilíku mjög smátt og hrærið saman við dressinguna. Smakkið dressinguna til með hunangi, olíu, límónusafa og pínulitlu salti.
Grillið kjúklingabringurnar í 12-15 mín eða þar til þær eru hvítar í gegn og fulleldaðar. Snúið nokkrum sinnum yfir eldunartímann. Sneiðið bringurnar rétt áður en maturinn er borinn fram.
Sneiðið jarðarber, skerið lárperu í bita, sneiðið rauðlauk, skolið og rífið salat niður og myljið fetaost.
Setjið jarðarber, lárperu, rauðlauk, graskersfræ og pekanhnetur í stóra skál og veltið upp úr rúmlega helmingnum af dressingunni. Skiptið á milli skála, toppið með grilluðum kjúklingabringum, meiri fetaosti, hnetum og dressingu.