Hamborgarar með hamborgara relish
Fyrir 4
Hráefni
4 hamborgarar með brauði
Ostsneiðar
Gott krydd
Hamborgarasósa
Kál
Tómatar
Hamborgara relish
Pikklaður rauðlaukur
Hamborgara relish uppskrift
50 g grænt relish á flösku
60 g tómatsósa
1 tsk. grillaðar paprikur (úr krukku)
½ tsk. paprikuduft
½ tsk. hvítlauksduft
½ tsk. laukduft
½ tsk. salt
¼ tsk. kanill
¼ tsk. hvítur pipar
Aðferð
Saxið grilluðu paprikurnar alveg niður í mauk og blandið síðan öllum hráefnum saman í skál.
Pikklaður rauðlaukur uppskrift
Það er nóg að gera ½ uppskrift fyrir hamborgarana en þessi laukur geymist þó vel í lokuðu íláti í kæli og dásamlegt að eiga hann á annað góðgæti.
3 meðalstórir rauðlaukar
250 g sykur
250 ml vatn
250 ml borðedik
2 msk. rauðbeðusafi (fyrir bleikari lit, má sleppa)
Aðferð
Skerið laukinn niður í þunnar sneiðar (heila hringi) og losið þær í sundur, setjið í stóra krukku/skál sem hægt er að loka.
Sjóðið saman sykur, vatn og edik þar til sykurinn er uppleystur og bætið að lokum rauðbeðusafanum saman við.
Hellið sjóðandi blöndunni yfir laukinn, setjið lokið á og setjið inn í kæli yfir nótt. Laukurinn geymist síðan vel í kæli.