Heilgrillaður kjúklingur
Kjúklingur á grilli
Hráefni
1 heill kjúklingur (um 1,8 kg)
Ólífuolía til penslunar
Kjúklingakrydd
½ Stella Artois dós eða magn sem passar í hólfið á standinum ef þið notið slíkan.
Aðferð
Þerrið kjúklinginn vel, berið á hann ólífuolíu og kryddið vel allan hringinn.
Hitið grillið í 180-200°C.
Hellið bjór í hólfið á standinum eða opnið dósina með dósaopnara og hellið um helming bjórsins út (í glas til dæmis, haha).
Komið kjúklingnum fyrir „sitjandi“ ofan á dósinni eða á standinum.
Grillið við óbeinan hita við 180-200° í lokuðu grilli í um 65-75 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir um 74°C.
Leyfið kjúklingnum að standa í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið skerið í hann.
Grænmeti á grillið
Hráefni
2 sætar kartöflur
1 rauðlaukur
Ólífuolía
Salt, pipar, hvítlauksduft, annað krydd (t.d rósmarín)
Aðferð
Skerið kartöflurnar niður í litla teninga og laukinn í stóra bita. Blandið öllu saman á grillpönnu, veltið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
Grillið við óbeinan hita í um 40 mínútur eða þar til kartöflurnar verða mjúkar (tíminn fer eftir stærð bitanna). Gott er að hræra reglulega í kartöflunum allan tímann.
Grillsósa
Hráefni
300 g sýrður rjómi
2 rifin hvítlauksrif
½ lime (safinn)
Salt, pipar, hvítlauksduft eftir smekk
Aðferð
Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.